143. löggjafarþing — 108. fundur,  12. maí 2014.

séreignarsparnaður og ráðstöfun hans til greiðslu húsnæðislána og húsnæðissparnaðar.

484. mál
[17:38]
Horfa

Elsa Lára Arnardóttir (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Hv. þm. Guðmundur Steingrímsson talar um fyrri aðgerðir stjórnvalda og segir að hér á landi sé ekki lengur sviðin jörð. Við verðum að átta okkur á því að stór hópur fólks gekk á milli fjármálastofnana eða til lánveitenda á síðasta kjörtímabili og fékk enga úrlausn sinna mála. Þessi sami hópur átti að bjarga sér sjálfur, átti að bæta við sig vinnu þótt litla vinnu væri að fá á þessum árum.

Með þessum aðgerðum er komið til móts við þennan hóp. Í gögnum, sem fylgja að vísu hinu skuldaleiðréttingarfrumvarpinu, kemur í ljós að 35 heimili skulda enn yfir fasteignamati. Við erum að koma til móts við þann hóp sem hefur ekki fengið aðstoð og á enn mjög erfitt með sín fasteignalán.