143. löggjafarþing — 108. fundur,  12. maí 2014.

séreignarsparnaður og ráðstöfun hans til greiðslu húsnæðislána og húsnæðissparnaðar.

484. mál
[17:59]
Horfa

Katrín Júlíusdóttir (Sf) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég ætla að taka undir með hv. þingmanni. Það hefur verið mjög undarlegt að vera hér og fylgjast með þessari umræðu, bæði 1. umr. og aftur núna, og sjá það áhugaleysi forustumanna stjórnarflokkanna sem æpir á okkur í henni. Þetta eru stærstu mál þessara flokka, kosta 150 milljarða. Þeir segja að þetta snerti við 100 þúsund heimilum en þeir sýna þessu engan áhuga. Mér finnst það undarlegt, þetta er sorglegt og það er margt sem við mundum vilja heyra frá þeim í umræðunni. Við vonumst til að þeir láti nú svo lítið að sitja með okkur hinum þingmönnum hér til að fjalla um ráðstöfun þeirra 150 milljarða sem um ræðir.