143. löggjafarþing — 108. fundur,  12. maí 2014.

séreignarsparnaður og ráðstöfun hans til greiðslu húsnæðislána og húsnæðissparnaðar.

484. mál
[18:00]
Horfa

Helgi Hjörvar (Sf) (um fundarstjórn):

Virðulegur forseti. Ég tek undir áhuga hv. þingmanna á að formenn stjórnarflokkanna séu viðstaddir umræðuna. Það er nú ekki síst mikilvægt að hæstv. fjármálaráðherra sé það því að þetta varðar mjög háar fjárhæðir úr ríkissjóði en þó sérstaklega vegna þess að hér hefur orðið veruleg breyting á málinu frá því við 1. umr. þegar ráðherrann mælti fyrir því, nefndin gengur mun lengra í að gefa eftir tekjur fyrir ríkissjóð. Þess vegna er auðvitað mikilvægt að ráðherrann taki þátt í allri umfjöllun um þetta hér í salnum.