143. löggjafarþing — 108. fundur,  12. maí 2014.

séreignarsparnaður og ráðstöfun hans til greiðslu húsnæðislána og húsnæðissparnaðar.

484. mál
[20:45]
Horfa

Bjarkey Gunnarsdóttir (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þingmanni spurninguna. Það má vel vera að einhver börn eigi þess kost til lengri framtíðar að erfa foreldra sína um eitthvað meira. En það sem mér finnst málið snúast um fyrst og fremst þegar ég tala um framtíðarreikninga er tekjumissir ríkis og sveitarfélaga og áhrif þess á það hvernig þeir aðilar sinna sínum borgurum til framtíðar. Það er það sem ég á við þegar ég segi að reikningurinn fari á framtíðina til barna okkar og barnabarna því ég held að þetta hafi náttúrlega miklu meiri áhrif en bara núna í nánustu framtíð. Af því eigum við að hafa áhyggjur. Við viljum ekki varpa kostnaði sem við getum hugsanlega komist hjá til framtíðar þannig að börnin okkar þurfi að borga eða afkomendur okkar. Það held ég að sé svolítið vanhugsað og hefur komið fram í tölulegum gögnum, vissulega mismunandi reiknað, (Forseti hringir.)en samt sem áður er sýnt að þetta veldur tekjutapi fyrir þessa tvo aðila.