143. löggjafarþing — 108. fundur,  12. maí 2014.

séreignarsparnaður og ráðstöfun hans til greiðslu húsnæðislána og húsnæðissparnaðar.

484. mál
[21:34]
Horfa

Vilhjálmur Bjarnason (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Fram komu margar spurningar. Ég ætla að byrja á því síðasta. Hér var lagt af stað með ákveðna fjárhæð og ég tel að það hefði átt að stilla þær fjárhæðir af, sem voru þá til skiptanna á einstaklinga, eftir því sem var til skiptanna.

Varðandi fyrri hlutann þarf ég ekki að útskýra það fyrir hv. þingmanni að um augljósa mismunun er að ræða. Í frumvarpinu er gerð tilraun til þess að nálgast ákveðinn vanda og beina honum í ákveðna átt og hvata til þess að takast á við skuldavanda þar sem hitt var til frjálsrar ráðstöfunar ef svo má segja.

Ég hef engu við það að bæta að hér er um mismunun í skattalegu tilliti að ræða og ég þarf ekki að útskýra það nánar fyrir hv. þingmanni.

Ég vona að ég hafi svarað því sem til mín var beint með fullnægjandi hætti.

Ég hef lokið máli mínu.