143. löggjafarþing — 109. fundur,  13. maí 2014.

séreignarsparnaður og ráðstöfun hans til greiðslu húsnæðislána og húsnæðissparnaðar.

484. mál
[13:58]
Horfa

Frosti Sigurjónsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir svarið.

Ég vil spyrja hann af því tilefni að hann kom inn á stærð og umsvif lífeyrissjóðakerfisins. Við höfum hreykt okkur af lífeyrissjóðakerfinu og verið ánægð með það. Erum við komin að endimörkum vaxtar þessa kerfis? Þurfum við að fara að íhuga einhvers konar annað fyrirkomulag til að gæta að sparnaðinum? Hvernig sér hv. þingmaður það fyrir sér? Hann talaði um að 20% af öllum launum færu í lífeyrisiðgjöld. Er hann með einhverjar aðrar tillögur eða hugleiðingar sem væri gaman að heyra um hvernig hægt væri að gera þetta öðruvísi?