143. löggjafarþing — 109. fundur,  13. maí 2014.

séreignarsparnaður og ráðstöfun hans til greiðslu húsnæðislána og húsnæðissparnaðar.

484. mál
[15:29]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Ég ætla að koma hér með þá tillögu að það verði gert hlé á þessum fundi og farið yfir það hvort þingmenn sem eru á mælendaskrá séu ekki tilbúnir að hliðra til svo hv. formaður fjárlaganefndar geti komið í ræðu. Hún hefur ekki tjáð sig um þetta mál, en við höfum einmitt mörg lýst yfir áhyggjum af beinum ófjármögnuðum kostnaði, 50–90 milljörðum kr. Á sama tíma er verið að lækka veiðigjöldin og það liggur ekki fyrir hvernig á að fjármagna stuðning við leigjendur.

Það mundi auðvelda okkur hinum að taka afstöðu í málinu ef við fengjum upplýsingar um hvernig formaður fjárlaganefndar, jafnvel varaformaður fjárlaganefndar, sér fyrir sér hvar við ætlum að finna þessa fjármuni á komandi árum.

Ég legg til fundarhlé (Forseti hringir.) þar sem kannað verði hvort ekki sé möguleiki á að hleypa (Forseti hringir.) hv. þm. Vigdísi Hauksdóttur og (Forseti hringir.) hv. þm. Guðlaugi Þór Þórðarsyni á mælendaskrá.