143. löggjafarþing — 109. fundur,  13. maí 2014.

séreignarsparnaður og ráðstöfun hans til greiðslu húsnæðislána og húsnæðissparnaðar.

484. mál
[16:00]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P) (andsvar):

Forseti. Það er einmitt kjarni málsins að þetta er flókið úrlausnarefni þar sem vantar inn mjög veigamikla púsluspilsbita svo að maður geti haft heildræna yfirsýn yfir málið. Ég hef af því nokkrar áhyggjur.

Ég veit að þeir sem lifa við fátækt, sem eru nú ansi margir hér á landi, eiga mjög erfitt með að spara. Þeir sem búa í leiguhúsnæði geta til dæmis ekki sparað fyrir útborgun á sinni fyrstu eign. Það eru ekkert endilega bara þeir sem eru námsmenn eða eitthvað slíkt. Síðan er náttúrlega allt fólkið sem hefur misst allt sitt út af hruninu.

Mig langaði að spyrja hv. þingmann hvort henni finnist vera tilefni til þess að kafa dýpra ofan í þetta mál og hvort hún hafi áhyggjur af því hversu hratt við séum að taka málið í gegn án þess að vera búin að fá (Forseti hringir.) alla myndina upp á borðið.