143. löggjafarþing — 109. fundur,  13. maí 2014.

séreignarsparnaður og ráðstöfun hans til greiðslu húsnæðislána og húsnæðissparnaðar.

484. mál
[17:30]
Horfa

Líneik Anna Sævarsdóttir (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þm. Birgittu Jónsdóttur svarið. Mig langar þá að ræða meira um hugsanlegar húsnæðisbætur og langar að heyra viðhorf hv. þingmanns til þeirra og hvernig eðlilegast væri að þeim yrði komið á að hennar mati. Hins vegar var ég ánægð að heyra að hv. þingmanni þætti grunnhugmyndin góð. Ég get ekki svarað fyrir Sjálfstæðisflokkinn en ég get svarað fyrir okkur framsóknarmenn, þessi leið hafði líka verið rædd af framsóknarmönnum fyrir síðustu kosningar og fyrr þannig að þó að hún hafi ekki verið efst á baugi í kosningabaráttunni var þetta leið sem hafði alltaf komið til álita.