143. löggjafarþing — 109. fundur,  13. maí 2014.

séreignarsparnaður og ráðstöfun hans til greiðslu húsnæðislána og húsnæðissparnaðar.

484. mál
[17:45]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P) (andsvar):

Forseti. Það er nú einmitt út af því sem ég á erfitt með að meta hvar á vogarskálinni þetta er af því að mér finnst sárt að margir sjái ekki út úr svartnættinu. En auðvitað samgleðst ég þeim sem geta nýtt sér úrræðin. Mig langar til að finnum leið til þess að allir fái tækifæri til að upplifa sig sem jafningja í þessu samfélagi þegar kemur að grunnþáttum eins og þeim að hafa þak yfir höfuðið. Mér finnst svo rosalega mikilvægt að við finnum sameiginlega lausn á því og það mun svo sannarlega ekki standa á mér, ég mun leggja mitt á vogarskálarnar þegar við förum í næsta stóra skref.

Mér finnst mjög líklegt að ég muni greiða atkvæði með þessu frumvarpi, ég er ekki alveg viss hvort ég greiði atkvæði með hinu frumvarpinu, mér finnst það ólíklegt. Mér finnst þetta vera skref í rétta átt en við þurfum að útfæra og hugsa hvort við eigum að fara út í eitthvað eins og (Forseti hringir.) sparimerkja-elementið var hérna í gamla daga, sem mér fannst alls ekki vitlaus hugmynd fyrir Íslendinga sem kunna ekki að spara.