143. löggjafarþing — 109. fundur,  13. maí 2014.

leiðrétting verðtryggðra fasteignaveðlána.

485. mál
[20:56]
Horfa

Árni Þór Sigurðsson (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Þetta svar er algerlega óviðunandi. Frumvarpið gerir ráð fyrir því að fólk eigi að geta nýtt sér þetta úrræði og forskriftin er sú að þetta sé þá eign viðkomandi einstaklinga. Það að segja hér: Fólk getur komið á næstu fjórum árum og nýtt sér þetta, það er ekki boðlegt svar.

Og það að segja hér að það hafi verið skoðað og það hafi verið niðurstaðan að verða ekki við þessu — þetta er í mínum huga þjófnaður. Það er þjófnaður að gera ekki ráð fyrir því að þeir sem eiga þessa leiðréttingu inni, samkvæmt formúlu frumvarpsins og samkvæmt því sem nefndarálitið segir, að ekki eigi að leysa það mál. Þetta getur ekki verið svo stór hópur að það sé flókið mál að koma til móts við hann.