143. löggjafarþing — 109. fundur,  13. maí 2014.

leiðrétting verðtryggðra fasteignaveðlána.

485. mál
[22:06]
Horfa

Elsa Lára Arnardóttir (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Mig langar að spyrja hvort ég heyrði hv. þingmann segja í ræðu sinni áðan að á þeirri leiðréttingu sem við tölum um væri ekkert þak. Ég verð nú bara að segja að ef hann hefur ekki lesið frumvarpið sem fylgir þessu og nefndarálit þá er 4 millj. kr. þak sem kemur í veg fyrir að þeir sem skulda langmest og þessir eignamestu fái mest. Það kemur í veg fyrir það. Við skulum í því samhengi rifja það upp að um 750 heimili fengu á síðasta kjörtímabili helming þeirrar upphæðar sem veitt var m.a. með 110%-leiðinni. Hluti þeirra heimila hafði 2 millj. kr. á mánuði, fékk 15 millj. kr. í niðurfærslu og var meðaltal niðurfærslnanna um 26 millj. kr. Hvar var þetta blessaða þak þá sem átti að koma í veg fyrir að þeir tekjumestu og (Forseti hringir.) eignamestu fengju mestu niðurfellingarnar?