143. löggjafarþing — 109. fundur,  13. maí 2014.

leiðrétting verðtryggðra fasteignaveðlána.

485. mál
[23:01]
Horfa

Elsa Lára Arnardóttir (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég vil byrja á að þakka hv. þingmanni fyrir ræðu sína. Hann kom inn á frétt sem er að finna á Eyjunni í dag um ummæli hans frá því 15. júní 2010 þar sem hann segir, með leyfi forseta:

„Fer ríkisstjórninni í heild sinni ekki að skiljast að það þarf auðvitað að mæta hinni almennu kjararýrnun sem orðið hefur á Íslandi eftir fall fjármálakerfisins? 30% verðbólga hefur hækkað höfuðstól lánanna allra jafnt. Hver á að bera þessar byrðar? Þess vegna þurfum við að fara í almennar aðgerðir.“

Mig langar að spyrja hv. þingmann hvað breyttist í viðhorfi hans, hann er nú á móti almennum aðgerðum. Finnst honum aðgerðir fyrrverandi stjórnvalda hafa komið á móts við alla þá hópa sem hann vildi að komið væri til móts við þegar hann sagði (Forseti hringir.) þessi orð í ræðustóli Alþingis?