143. löggjafarþing — 109. fundur,  13. maí 2014.

leiðrétting verðtryggðra fasteignaveðlána.

485. mál
[23:07]
Horfa

Bjarkey Gunnarsdóttir (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka þingmanninum fyrir ræðuna. Við erum um margt afar sammála um þá aðgerð sem hér er verið að boða. Það vekur mig því til umhugsunar og ég hef svo sem spurt mig frá því að þingsályktunartillagan var samþykkt hér í fyrra hvers vegna Björt framtíð ákvað að styðja þá þingsályktunartillögu og, eins og sagt hefur verið, gefa tækifæri til þess að leita leiða til að lækka skuldir heimila.

Í ræðu þingmannsins kom fram að hann gerði sér grein fyrir því allan tímann að þetta yrði fjármagnað með skattfé. Það voru líka lagðar fram tillögur sem voru allar felldar sem sneru akkúrat að því sem þingmaðurinn tekur fram í áliti sínu að leigjendur og húsnæðissamvinnufélög o.fl. yrðu ekki inni í þessum pakka, það lá fyrir, (Forseti hringir.) það var allt saman fellt. Því spyr ég aftur: Hvers vegna ákvað (Forseti hringir.) Björt framtíð að styðja þá þingsályktunartillögu?