143. löggjafarþing — 109. fundur,  13. maí 2014.

leiðrétting verðtryggðra fasteignaveðlána.

485. mál
[23:15]
Horfa

Willum Þór Þórsson (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég er sammála hv. þm. Guðmundi Steingrímssyni um það að við getum bætt margt í okkar hagkerfi og meðal annars framleiðni, það hefur komið fram í skýrslum. Ég er sammála því, það mun hjálpa atvinnulífinu og þar með okkur öllum. En það mun ekki vinna hratt á skuldsetningu heimilanna, það er lengri tíma mál sem við þurfum sannarlega að takast á við.

Hv. þingmaður kom jafnframt inn á ríkisfjármál. Ég vil bera niður, með leyfi forseta, í meirihlutaálitið þar sem segir á bls. 2:

„... lögð áhersla á að ekki verði vikið frá þeim markmiðum frumvarpsins að endanleg útgjöld verði ákvörðun Alþingis í fjárlögum hvers árs og með því móti tryggt að jafnvægi verði í gjöldum og tekjum ríkissjóðs vegna aðgerðanna.“

„... ekki er gefinn afsláttur af sjálfbærni, varfærni og stöðugleika við stjórnun ríkisfjármála.“

Telur hv. þingmaður þetta (Forseti hringir.) ekki skynsamlega ráðstöfun?