143. löggjafarþing — 110. fundur,  14. maí 2014.

séreignarsparnaður og ráðstöfun hans til greiðslu húsnæðislána og húsnæðissparnaðar.

484. mál
[09:48]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Ég fagna þessu frumvarpi. Í því felst skattalækkun. Ég er ávallt hlynntur skattalækkun sem hvetur fólk til að stækka skattstofninn. Svo er það auk þess hvatning til sparnaðar og það þykir mér ekki síður ljúft. Í fyrsta skipti í langan tíma er fólk hvatt til sparnaðar. Svo er ég mjög ánægður með þá breytingartillögu sem hv. efnahags- og viðskiptanefnd gerir við frumvarpið, að meta meira einstaklinginn en fjölskylduna, þannig að tekið er tillit til þess að hluta til að einstaklingurinn geti sparað eins og hjón.