143. löggjafarþing — 110. fundur,  14. maí 2014.

séreignarsparnaður og ráðstöfun hans til greiðslu húsnæðislána og húsnæðissparnaðar.

484. mál
[09:49]
Horfa

Vilhjálmur Bjarnason (S):

Virðulegi forseti. Hér eru greidd atkvæði um einstaklinga. Ég get ekki samþykkt það árið 2014 að einstaklingur sem gengur í hjónaband skuli eftir atvikum tapa 50% af réttindum sínum ellegar hvor um sig 25%. Það að hjón skuli metin einn og hálfur einstaklingur er gjörsamlega óþolandi í landi sem telur sig þess umkomið að flytja út lýðræði og mannréttindi. Ég get ekki samþykkt þessa fornaldarhugsun og mun því greiða atkvæði gegn þessum lið. Hann misbýður samvisku minni. Ég segi því nei við þessum lið.