143. löggjafarþing — 111. fundur,  14. maí 2014.

svör við munnlegum fyrirspurnum.

[10:14]
Horfa

Katrín Júlíusdóttir (Sf):

Virðulegi forseti. Hæstv. fjármálaráðherra er ekki búinn að vera með fjarvist vegna veru sinnar erlendis og starfa sinna í tvo mánuði. Það er það sem ég á við. Í tvo mánuði hef ég beðið eftir því að fá svar við fyrirspurn minni. Það er það sem ég geri athugasemd við, ekki endilega við fundinn í dag. Hann er bara tilefni þess að ég kem hér upp.

Ég ítreka þá spurningu mína til hæstv. forseta, hvort ég fái ekki vegna þessarar biðar að breyta fyrirspurninni þannig að hún sé skýrari og ég fái þá skýrara svar, skriflegt svar um þetta mál, verðtryggingu, sem ég hef beðið svars við í rúma tvo mánuði.