143. löggjafarþing — 112. fundur,  14. maí 2014.

almennar stjórnmálaumræður.

[19:41]
Horfa

Forseti (Kristján L. Möller):

Umræðurnar skiptast í þrjár umferðir og hefur hver þingflokkur tíu mínútur í fyrstu umferð, sex mínútur í annarri og sex mínútur í síðustu umferð.

Röð flokkanna verður þessi í öllum umferðum: Samfylkingin, Sjálfstæðisflokkur, Vinstri hreyfingin – grænt framboð, Framsóknarflokkur, Björt framtíð og Píratar.

Ræðumenn flokkanna verða:

Fyrir Samfylkinguna tala Árni Páll Árnason, 4. þm. Suðvest., í fyrstu umferð, í annarri Valgerður Bjarnadóttir, 11. þm. Reykv. n., og í þeirri þriðju Guðbjartur Hannesson, 5. þm. Norðvest.

Ræðumenn Sjálfstæðisflokksins eru Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra í fyrstu umferð, Guðlaugur Þór Þórðarson, 7. þm. Reykv. s., í annarri umferð, en í þriðju umferð Unnur Brá Konráðsdóttir, 4. þm. Suðurk.

Fyrir Vinstri hreyfinguna – grænt framboð tala Katrín Jakobsdóttir, 3. þm. Reykv. n., í fyrstu umferð, Svandís Svavarsdóttir, 5. þm. Reykv. s., í annarri en í þriðju umferð Bjarkey Gunnarsdóttir, 9. þm. Norðaust.

Ræðumenn Framsóknarflokksins eru í fyrstu umferð Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og umhverfis- og auðlindaráðherra, Sigrún Magnúsdóttir, 7. þm. Reykv. n., í annarri og Frosti Sigurjónsson, 2. þm. Reykv. n., í þriðju umferð.

Fyrir Bjarta framtíð tala í fyrstu umferð Guðmundur Steingrímsson, 7. þm. Suðvest., í annarri Brynhildur Pétursdóttir, 10. þm. Norðaust., en í þriðju umferð Óttarr Proppé, 11. þm. Reykv. s.

Ræðumenn Pírata eru Birgitta Jónsdóttir, 12. þm. Suðvest., í fyrstu umferð, Helgi Hrafn Gunnarsson, 10. þm. Reykv. n., í annarri en í þriðju umferð Jón Þór Ólafsson, 10. þm. Reykv. s.