143. löggjafarþing — 113. fundur,  14. maí 2014.

frestun verkfallsaðgerða Félags íslenskra atvinnuflugmanna gegn Icelandair.

600. mál
[22:50]
Horfa

Katrín Jakobsdóttir (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Að sjálfsögðu deili ég því með hæstv. ráðherra og vona að til þess þurfi alls ekki að koma, svo það sé sagt skýrt hér. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir mjög skýr og afdráttarlaus svör hvað afstöðu hennar varðar til þess. Það liggur þá fyrir að ef einhverjar slíkar ráðstafanir eru fyrirhugaðar aftur er það afstaða hæstv. innanríkisráðherra að þá þurfi að kalla saman þing. Ég kann að meta þau skýru svör sem hér hafa komið.