143. löggjafarþing — 114. fundur,  15. maí 2014.

stækkun hvalfriðunarsvæðis á Faxaflóa.

[11:34]
Horfa

Árni Þór Sigurðsson (Vg):

Herra forseti. Ég beindi þeirri fyrirspurn til hæstv. ráðherra hvort ráðherrann mundi svara kalli framboðanna í Reykjavík og Samtaka ferðaþjónustunnar og hvalaskoðunarfyrirtækjanna um að beita sér fyrir stækkun griðasvæðis hvala í Faxaflóa. Ég fékk ekki svar við þeirri spurningu. Mér fannst hæstv. ráðherra frekar vera að tala um að í þessu efni ætti að vera óbreytt stefna. Ég hlýt að harma það og hlýt að spyrja ráðherrann enn frekar hvort ráðherrann taki ekki áskoranir og afdráttarlaus sjónarmið Samtaka ferðaþjónustunnar og hvalaskoðunarfyrirtækjanna alvarlega. Tekur hún ekki mark á því þegar þau segja að það sé árekstur og mikilvægt sé að stækka griðasvæði hvala?

Í mínum huga bendir svar ráðherrans ekki til þess að hún standi með ferðaþjónustunni í þessu máli. Enn eina ferðina birtist þetta þannig að núverandi hæstv. ríkisstjórn taki sérhagsmuni (Forseti hringir.) fram yfir almannahagsmuni.