143. löggjafarþing — 115. fundur,  15. maí 2014.

frestun verkfallsaðgerða Félags íslenskra atvinnuflugmanna gegn Icelandair.

600. mál
[13:43]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hv. þingmanni málefnalega ræðu þar sem hann fór vel yfir atriði máls og rakti afstöðu sína til þeirra. Ég get um margt verið sammála ýmsu sem þar kom fram en ég er líka ósammála þingmanninum að ákveðnu leyti.

Nú hefur það til dæmis verið sagt hér í þingsal, sem mér finnst merkilegt, hv. þingmaður gerði það þó ekki, að þetta væri hálaunastétt, en formaður Vinstri grænna benti á að sagt hefði verið á fundi nefndarinnar að mannréttindi væru ekki tekjutengd.

Ég vil spyrja (HöskÞ: Hver sagði þetta?) hv. þingmann (Gripið fram í: Hver sagði þetta?) hvort hann telji (Gripið fram í.) svona inngrip er alltaf byggt á matskenndum atriðum. Við vitum að fram undan eru kjarasamningar flugliða og ef við segjum já, ef Alþingi heimilar lagasetninguna núna, hvað ætlar þá þetta sama Alþingi að gera eftir nokkra daga ef við blasir verkfall flugliða og það er langt á milli aðila? Mig langar að spyrja hv. þingmann: Mun hann verða tilbúinn gagnvart annarri stétt hjá sama fyrirtæki að beita sömu rökum eftir nokkra daga?