143. löggjafarþing — 115. fundur,  15. maí 2014.

frestun verkfallsaðgerða Félags íslenskra atvinnuflugmanna gegn Icelandair ehf.

600. mál
[14:03]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Samkvæmt tölfræðinni hefur á árabilinu 1995–2012 fjórum sinnum verið gripið til þessa sem nú er verið að grípa til, inngrips í verkfall. Þegar deilan varðandi Herjólf var í hámæli vöruðum við píratar við því að þingið gripi inn í og greiddum atkvæði gegn því.

Við munum greiða atkvæði gegn þessari ráðstöfun ríkisstjórnarinnar og ég vona að þessi ríkisstjórn muni ekki setja Íslandsmet í inngripum í verkfallsrétt hérlendis.