143. löggjafarþing — 116. fundur,  15. maí 2014.

leiðrétting verðtryggðra fasteignaveðlána.

485. mál
[15:05]
Horfa

Ragnheiður Ríkharðsdóttir (S) (andsvar):

Virðulegur forseti. Mig langar að spyrja hv þingmann aftur: Telur hún að þeir 108 milljarðar og 56 milljarðar sem hafa farið til þessara 31 þúsund heimila í niðurfellingu gengistryggðra lána eða endurreikning sem og 110%-leiðina séu ekki hlutar sem hafa komið úr sjálfum bönkunum og samspilið sé ekki þaðan, heldur séu einhver önnur aðgerð þar fyrir utan sem bankarnir hafa farið í varðandi heimilin? Það er alveg ljóst að það hefur ekki runnið neitt í beinum tekjum úr ríkissjóði nema í gegnum vaxtabætur sem og þá fjármuni sem ríkissjóður hefur ávallt þurft að leggja í Íbúðalánasjóð vegna þess hvernig hann er saman settur og rekinn. Þannig að ef hv. þingmaður hefur aðra milljarða sem hún er að ræða um sem rekið hafa í ríkissjóði til fólksins í landinu vegna lána, húsnæðislána, þætti mér gott að heyra það.