143. löggjafarþing — 116. fundur,  15. maí 2014.

leiðrétting verðtryggðra fasteignaveðlána.

485. mál
[15:10]
Horfa

Brynhildur Pétursdóttir (Bf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég er alveg sammála því að hrunið var auðvitað gríðarlega óréttlátt. Ég geri mér grein fyrir því að þetta er einhver leið, að Framsóknarflokkurinn er ekki vísvitandi að bruðla peningum úr ríkissjóði, það er ekki þannig, ég geri mér grein fyrir því að menn trúa því að þetta sé leið til að auka réttlætið.

Ég hef bara áhyggjur af því að í sumum tilfellum voru það miklar niðurfellingar sem einstaka heimili gátu fengið, heimili sem voru með gengistryggð lán, ein milljón að meðaltali til heimilanna — ég veit ekki. Eru það einhverjar sárabætur? Ég veit það ekki, á kostnað ríkissjóðs. Ég hef áhyggjur af þeim sem veikastir eru í samfélaginu. Ef við þurfum að skera niður grunnþjónustu út af þessu þá eru það þeir sem minnst mega sín sem koma verst út. Þá erum við í raun að auka á óréttlætið aftur af því að við erum að eyða þetta miklum peningum úr ríkissjóði.