143. löggjafarþing — 116. fundur,  15. maí 2014.

leiðrétting verðtryggðra fasteignaveðlána.

485. mál
[15:17]
Horfa

Brynhildur Pétursdóttir (Bf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Jú, ég held að alla muni, eins og staðan er í dag, um þúsundkallana, það er ekki það. En ég vil kannski frekar að við þurfum ekki að hækka innritunargjöld í framhaldsskólana eða hækka komugjöld í heilbrigðisþjónustuna, ég vil frekar að peningarnir séu notaðir til að halda grunnþjónustunni hér á Íslandi góðri.

Þegar ég segi tilviljunarkenndar er það nú þannig, og ég var nú bara að lesa það í Kjarnanum, að fjölskyldur sem eiga töluvert mikið og hafa töluvert mikið á milli handanna munu fá gríðarlega peninga úr ríkissjóði. Ég get eiginlega ekki sætt mig við það að eignamiklar fjölskyldur, sem eiga hreina eign upp á einhverja milljarða, eigi rétt á fé úr ríkissjóði. Mér finnst bara ekkert jafnrétti eða réttlæti í því.