143. löggjafarþing — 116. fundur,  15. maí 2014.

leiðrétting verðtryggðra fasteignaveðlána.

485. mál
[15:19]
Horfa

Brynhildur Pétursdóttir (Bf) (andsvar):

Til þess að fara í aðgerðir sem kosta 20 þús. milljónir á ári mundi ég telja að það þyrfti að vera sviðin jörð. Ég sagði áðan í ræðu minni að það eru hópar sem hafa setið eftir og hópar sem eiga í vandræðum, það eru þeir hópar sem ég tel að við eigum að einblína á. Af því ég var ekki alveg með staðreyndirnar á hreinu þá ætla ég að vitna í minnisblað fjármálaráðuneytisins. Þar kemur fram að óverulegur hluti eða 3% af heildarniðurfærslunum fari til heimila þar sem fasteignamatið er yfir 70 milljónir. Það er talað um að þetta sé óverulegt, en þetta eru 2,4 milljarðar samt sem áður, 2.400 milljónir. Þetta eru upphæðirnar sem við erum að tala um hérna. (Gripið fram í.) Eins og ég segi: Ég vil frekar, og við í Bjartri framtíð, að peningunum sé varið skynsamlega úr ríkissjóði til að halda uppi grunnþjónustu hér í þessu þjóðfélagi.