143. löggjafarþing — 116. fundur,  15. maí 2014.

leiðrétting verðtryggðra fasteignaveðlána.

485. mál
[16:51]
Horfa

Vilhjálmur Bjarnason (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég skal vera stuttorður í andsvörum mínum. Það sem hv. þm. Árni Þór Sigurðsson taldi upp eru nákvæmlega forsendur þess að hér mun verðbólga aukast á ári hverju um um það bil 1%. Það leiðir til hækkunar stýrivaxta, þ.e. innlend eftirspurn, ásókn í erlenda vöru, ásókn í gjaldeyri þar sem engin framleiðsla er á móti þessu.

Varðandi áhrif á ríkissjóð þá treysti ég mér ekki til að svara því. Það er svo stutt og laggott. Ég hef lokið máli mínu.