143. löggjafarþing — 117. fundur,  15. maí 2014.

afbrigði um dagskrármál.

[21:24]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Ég vek athygli á því að meiri hlutinn í þinginu er með 51% atkvæða landsmanna bak við sig en 60% þingstyrk. 38 manns greiða nú atkvæði í salnum og ég sé ansi fáa stjórnarliða miðað við að það eru þinglok og það er verið að klára mál ríkisstjórnarinnar í þinginu.

Ég taldi rétt að vekja athygli á þessu. Ég mun eins og aðrir í minni hlutanum greiða fyrir því að mál komist á dagskrá.