143. löggjafarþing — 118. fundur,  16. maí 2014.

ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 158/2013 um breytingu á II. viðauka við EES-samninginn.

350. mál
[12:47]
Horfa

Frsm. utanrmn. (Guðlaugur Þór Þórðarson) (S):

Virðulegi forseti. Eins og nafnið gefur til kynna snýr þetta að svokallaðri lyfjagát.

Nefndin hefur farið vel yfir málið og það er ljóst að við munum ekki sjá nákvæmlega kostnað og framkvæmd í þessu fyrr en frumvarpið er komið fram. Það er þó ljóst að þetta mun ekki hafa í för með sér stjórnsýslulegar eða efnahagslegar afleiðingar.

Hv. nefnd leggur til að tillagan sé samþykkt.