143. löggjafarþing — 118. fundur,  16. maí 2014.

leiðrétting verðtryggðra fasteignaveðlána.

485. mál
[13:45]
Horfa

Kristján L. Möller (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Ég hef verið sammála skuldaleiðréttingu. Ég studdi álagningu bankaskatts upp á 80 milljarða sem nota á í þessar aðgerðir. Hins vegar er margt mjög gallað í þessu. Ekki eru til dæmis lagfærð lögleg erlend stökkbreytt lán, ekki húsnæðisfélög, ekki leigjendur, ekki námsmenn, ekkert fyrir þá sem misstu vinnu, fluttu úr landi og misstu allt.

Virðulegi forseti. Það er góð hugsun í þessu en klúðursleg vinnubrögð og stórgölluð útfærsla hæstv. ríkisstjórnar, sem ekki hefur verið hægt að lagfæra hér á Alþingi vegna þess hvað málið kom seint fram, hafa neytt mig til að segja nei við þessari útfærslu.