143. löggjafarþing — 118. fundur,  16. maí 2014.

leiðrétting verðtryggðra fasteignaveðlána.

485. mál
[14:13]
Horfa

Brynhildur S. Björnsdóttir (Bf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Það er tvennt sem mig langar til að ræða í stuttu máli. Í fyrsta lagi hefur verið talað um að fjármunirnir stoppi eiginlega bara við í ríkissjóði, en það er eðli alls opinbers fjár, við erum bara ósammála um í rauninni hvert það á að fara.

Varðandi samvinnustjórnmál, illkvittnina og tortryggnina þá snýst þetta ekki um að vera endilega sammála svona málum. Þetta snýst um að bera virðingu fyrir öðrum, tala ekki af hroka og byggja hlutina á upplýstum ákvörðunum. Það er ekki að gerast hér. Ég held því að virðulegi forsætisráðherra ætti að líta sér aðeins nær. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)