143. löggjafarþing — 118. fundur,  16. maí 2014.

leiðrétting verðtryggðra fasteignaveðlána.

485. mál
[14:23]
Horfa

Höskuldur Þórhallsson (F) (um atkvæðagreiðslu):

Icesave. [Hlátur í þingsal.] Fyrir ykkur sem hafið áhyggjur af skuldastöðu ríkissjóðs held ég að það sé allt í lagi, jafnvel þó að menn séu að reyna að breiða yfir fortíðina, kannski einna helst formaður Samfylkingarinnar sem talaði um nýtt stjórnmálaafl í eldhúsdagsumræðunum, að minnast á að Icesave-málið bitnaði á ríkissjóði. (Gripið fram í: Icesave.)

Svo finnst mér líka allt í lagi að minnast á það fyrir þá sem hafa áhyggjur af forgangsröðun til þeirra sem hafa það betra, jafnvel þó að það sé ekki þannig, að Samfylkingin stóð fyrir því að settir voru 200 milljarðar til þeirra sem höfðu stundað áhættuviðskipti í gegnum peningamarkaðssjóðina. (Gripið fram í.)

Það er hárrétt, hv. þm. Árni Páll Árnason, ég veit að fortíð Samfylkingarinnar er erfið, mörg mistök og erfitt að draga fjöður yfir það allt saman, (Forseti hringir.) en þetta er staðan, virðulegur forseti. (Gripið fram í: … karlmannlegt.) (Gripið fram í: Ósatt.)