143. löggjafarþing — 118. fundur,  16. maí 2014.

leiðrétting verðtryggðra fasteignaveðlána.

485. mál
[14:26]
Horfa

Páll Jóhann Pálsson (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég tek undir orð eins af stjórnarandstæðingunum, hv. þm. Guðbjarts Hannessonar, um að þetta sé grímulaus forgangsröðun. Þetta er það, heimilin eru í forgangi. Það sem ég skil ekki er að fólk sem kennir sig við félagshyggju geti ekki tekið undir það að létta skuldir heimilanna og hafa heimilin í forgangi.

Ég bið fólk um að vera heiðarlegt þennan væntanlega síðasta þingdag og segja eins og er, að það geti ekki stutt þetta af því að það getur ekki stutt það að Framsókn og Sjálfstæðisflokkurinn standi við stóru orðin. Það er erfitt að kyngja því, ég skil það. En verið heiðarleg, tilgreinið rétta ástæðu.