143. löggjafarþing — 118. fundur,  16. maí 2014.

leiðrétting verðtryggðra fasteignaveðlána.

485. mál
[14:46]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf):

Herra forseti. Hér leggur formaður Samfylkingarinnar til að hæstv. menntamálaráðherra verði falið að leggja fram frumvarp um lækkun námslána eigi síðar en 1. október 2014, sambærilega á við þá lækkun sem hér er verið að greiða atkvæði um. Verðtryggð lán heimilanna samanstanda að meginefni af verðtryggðum húsnæðislánum og verðtryggðum námslánum. Það er fráleitt að jafnræðis sé ekki gætt varðandi þessar skuldir heimilanna.