143. löggjafarþing — 118. fundur,  16. maí 2014.

veiðigjöld.

568. mál
[14:58]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Þeir sem veiða fiskinn úr sameiginlegri auðlind okkar eiga auðvitað að borga fyrir það. Hér er verið að lækka það sem þeir þurfa að borga og það er vont mál. Því oftar og meira sem ég heyri um þetta fjallað þeim mun sannfærðari verð ég um að eina vitið er að veiðiheimildirnar séu boðnar upp á markaði. Þá ákveða útgerðarmennirnir sjálfir hvað þeir borga mikið fyrir heimildina.