143. löggjafarþing — 118. fundur,  16. maí 2014.

veiðigjöld.

568. mál
[14:59]
Horfa

Björt Ólafsdóttir (Bf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Mér entist ekki tími til að skýra nákvæmlega frá því hvernig við munum haga þessu hjá okkur. Það eru nefnilega tvær undantekningar eins og komið hefur fram í máli hv. þingmanna. Þar fengum við í atvinnuveganefnd góð og traust gögn og þá sérstaklega hvað varðar kolmunna og úthafsrækju. Við nefndarmenn og við í Bjartri framtíð styðjum svo upplýst vinnulag og greiðum því atkvæði með breytingartillögum meiri hlutans hvað þessar tegundir varðar.