143. löggjafarþing — 118. fundur,  16. maí 2014.

veiðigjöld.

568. mál
[15:03]
Horfa

Árni Páll Árnason (Sf):

Virðulegi forseti. Í þessari breytingartillögu meiri hluta nefndarinnar eru þrengd þau skilyrði sem útgerðir þurfa að uppfylla til að geta fengið undanþágu frá veiðigjaldi vegna kvótakaupa. Ég fagna því sérstaklega og ég fagna því hversu vel stjórnarmeirihlutinn hefur tekið í málið. Ég viðraði það við hæstv. ráðherra þegar þetta mál var undirbúið til framlagningar í þinginu að ástæða væri til að bregðast við fregnum af því að fyrirtæki væru að lækka greiðsluskyldu sína á veiðigjaldi jafnvel með kvótakaupum erlendis. Það er mjög mikilvægt að þrengja þetta og þar með koma í veg fyrir að þessi frádráttur sé misnotaður á þennan hátt. Ég þakka góða samvinnu um þennan þátt málsins.