143. löggjafarþing — 118. fundur,  16. maí 2014.

lífsýnasöfn.

160. mál
[15:32]
Horfa

heilbrigðisráðherra (Kristján Þór Júlíusson) (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Þetta er mjög gleðilegur áfangi í rannsóknum á heilbrigðisvísindasviði á Íslandi. Það er afar stórt og flókið mál sem afgreitt er hér í góðri samvinnu og samstöðu þingmanna. Það hefur verið lengi í vinnslu og allir þeir sem hafa komið að málinu eiga heiður og þakkir skilið.

Þetta frumvarp og þessi lagasetning mun skjóta enn styrkari stoðum undir hið öfluga vísindastarf sem við Íslendingar njótum á þessu sviði. Í lagasetningunni eins og hún liggur fyrir felst gríðarlegt tækifæri fyrir okkar frábæra fólk sem hefur helgað starfskrafta sína heilbrigðisvísindum í landinu. Ég er sannfærður um að það mun verða til að skapa okkur enn frekari tækifæri á sviði heilbrigðisvísinda landi og þjóð til heilla.