143. löggjafarþing — 118. fundur,  16. maí 2014.

verslun með áfengi og tóbak.

156. mál
[15:40]
Horfa

Ragnheiður Ríkharðsdóttir (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Ég er kannski á svipuðum nótum og hv. þm. Guðmundur Steingrímsson, en ég vil líka koma inn á það að með því sem við breytum hér er eftirlit með merkingum áfengis orðið þrefalt. Það er Matvælastofnun, það er Neytendastofa og nú er það ÁTVR. Ég held að það þurfi að fara í endurskoðun á þessu verkferlum öllum frá A til Ö. Í ljósi þess legg ég til við þá nefnd sem heitir efnahags- og viðskiptanefnd að hún taki málið upp í sumar og skoði þessi lög og verði tilbúin með frumvarp á haustdögum þar sem þessum málum er komið í 21. aldar horf.