143. löggjafarþing — 118. fundur,  16. maí 2014.

gerð sáttmála um verndun friðhelgi einkalífs í stafrænum miðlum.

519. mál
[16:27]
Horfa

Helgi Hrafn Gunnarsson (P):

Virðulegi forseti. Mig langaði fyrst og fremst að þakka hv. þm. Pétri H. Blöndal fyrir að leggja þetta mál fram og einnig hv. stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd fyrir að vinna málið áfram. Eins og kom fram hjá hv. ræðumanni áðan er þetta gríðarlega mikilvægt mál. Friðhelgi einkalífsins, tjáningarfrelsi og önnur grundvallarréttindi eru réttindi sem við munum missa ef við stöndum ekki vörð um þau og þetta er þáttur í því að standa vörð um þau. Það gleður mig mjög og ég þakka Alþingi fyrir að afgreiða þetta mál.