143. löggjafarþing — 118. fundur,  16. maí 2014.

séreignarsparnaður og ráðstöfun hans til greiðslu húsnæðislána og húsnæðissparnaðar.

484. mál
[18:50]
Horfa

Árni Páll Árnason (Sf):

Virðulegi forseti. Það eru ýmsir kostir við þetta mál eins og við höfum rætt og rakið í umræðum um það en það eru líka miklir ókostir við það. Útfærsla málsins hefur aukist til muna í meðförum þingsins og þar með viðsjárverð efnahagsleg áhrif sem ekki hafa verið greind til fulls. Þetta verður mikið útgjaldamál fyrir sveitarfélögin og sérkennilegt innlegg inn í umræðuna fyrir sveitarstjórnarkosningarnar eftir tvær vikur, en vegna þess hversu vanreifað málið er og lítt unnið er óhjákvæmilegt að sitja hjá við afgreiðslu þess.