143. löggjafarþing — 118. fundur,  16. maí 2014.

ráðstafanir gegn málverkafölsunum.

266. mál
[19:04]
Horfa

Katrín Jakobsdóttir (Vg):

Virðulegur forseti. Um leið og ég greiði þessari tillögu atkvæði mitt, sem snýst um að efla ráðstafanir gegn málverkafölsunum, mál sem Alþingi hefur áður fjallað um en ekki komist að niðurstöðu í, langar mig að nota tækifærið og þakka hv. allsherjar- og menntamálanefnd innilega fyrir gott starf að þessu máli og vona að þetta muni leiða til góðra ráðstafana í því.