143. löggjafarþing — 118. fundur,  16. maí 2014.

aðgerðir í þágu lækningar við mænuskaða.

294. mál
[19:05]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Hér er um afskaplega gott mál að ræða og ánægjulegt að sjá að verið hefur góð samstaða um það meðal hv. þingmanna. Hér erum við að leggja hönd á plóg í málefni sem borið hefur verið uppi af mörgum aðilum, þó sérstaklega Auði Guðjónsdóttur og Mænuskaðastofnun. Það er afskaplega ánægjulegt hvernig hv. þingmenn, einkum í hv. velferðarnefnd, hafa unnið að þessu máli. Þetta er mjög gott mál, virðulegi forseti.