143. löggjafarþing — 118. fundur,  16. maí 2014.

mótmæli gegn ofsóknum gegn samkynhneigðum í Úganda.

348. mál
[19:08]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. utanríkismálanefnd fyrir afgreiðslu eða vinnslu á málinu og fyrrverandi utanríkisráðherra, hv. þm. Össuri Skarphéðinssyni, og meðflutningsmönnum hans úr öllum flokkum fyrir að leggja fram þetta mál. Ég fagna því að Alþingi ætli að fela utanríkisráðherra að mótmæla harðlega stefnu stjórnvalda í Úganda og þeirri lagasetningu sem þar hefur verið sett sem grefur undan mannréttindum samkynhneigðra í Úganda. Við erum að verða vitni að því að á sama tíma og samkynhneigðir og hinsegin fólk almennt öðlast eðlileg réttindi í fleiri og fleiri ríkjum, er víða vaxandi andúð við samkynhneigða þar sem illa hrjáð stjórnvöld nota oft veikustu hópana í samfélaginu sem minnstrar samúðar njóta til þess að beina spjótum sínum að. Ég fagna því (Forseti hringir.) að Alþingi ætli að mótmæla þeirri þróun harðlega.