143. löggjafarþing — 118. fundur,  16. maí 2014.

mótun stefnu til að draga úr skaðlegum afleiðingum vímuefnaneyslu.

335. mál
[19:14]
Horfa

Elín Hirst (S):

Virðulegi forseti. Ég sit hjá í þessu ágæta máli því ég hefði viljað vinna það aðeins betur. Ég tel að fyrirsögn þingsályktunartillögunnar gefi ekki hárrétta mynd af því sem við erum að gera hér eða því sem meiningin er með þessari ályktun en það er að vernda einstaklinga með fíknivanda, koma þeim til hjálpar á vegum heilbrigðiskerfisins en ekki réttarvörslukerfisins. Ég tel að orðalagið „til verndar neytendum“, eins og segir í fyrirsögn tillögunnar, sé of opið og gæti valdið misskilningi. En ég vil þakka fyrir afar gott samstarf í velferðarnefnd á þessu þingi.