143. löggjafarþing — 118. fundur,  16. maí 2014.

Lánasjóður íslenskra námsmanna.

148. mál
[19:18]
Horfa

Svandís Svavarsdóttir (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég vil við þetta tækifæri bæði þakka hv. allsherjar- og menntamálanefnd og hæstv. mennta- og menningarmálaráðherra fyrir að taka vel í þetta frumvarp og vinna það til enda. Þetta snýst um einfaldan hlut í raun en varðar töluverða réttarbót fyrir þá sem eru á námslánum, vegna þess að það felur í sér áskilnað um það að ráðuneytið hafi upplýsingar um kjör námsmanna á komandi námsári eigi síðar en 1. apríl ár hvert.