143. löggjafarþing — 119. fundur,  16. maí 2014.

veiðigjöld.

568. mál
[20:59]
Horfa

Lilja Rafney Magnúsdóttir (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Við ræðum enn frekari lækkanir veiðigjalda. Í kostnaðarmati fjármálaráðuneytisins kemur fram að á þremur árum er búið að færa niður með þeirri lækkun sem hér er boðuð veiðigjöld um 18,8 milljarða. Ekki þótti hæstv. ríkisstjórn það nóg, heldur bætti um betur og lækkaði núna í breytingartillögu enn frekar um 1,2 milljarða svo við erum að tala um lækkun á veiðigjöldum í þrjú ár um 20 milljarða. Það er sama upphæð og við ætlum að nýta á ári í skuldalækkanir fyrir heimilin.

Ef við tökum saman heildarmyndina kosta þessar aðgerðir í skuldamálum heimilanna ríkissjóð og sveitarfélögin yfir 200 milljarða og gagnast fyrst og fremst hinum efnameiri. Síðan er verið að lækka um 20 milljarða á auðvaldið í landinu, stórútgerðirnar, sem borgar auðlegðarskatt og lækka skatt á hátekjufólkið. Lýðnum ætti að vera orðið ljóst að þessi ríkisstjórn starfar fyrir auðmagnið (Forseti hringir.) og auðvaldið í landinu. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)