143. löggjafarþing — 123. fundur,  18. júní 2014.

frestun verkfallsaðgerða Flugvirkjafélags Íslands gegn Icelandair.

616. mál
[15:54]
Horfa

Helgi Hrafn Gunnarsson (P) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Mig langaði bara að nefna það sem síðasti ræðumaður, hv. þm. Árni Þór Sigurðsson, nefndi, að þetta er óþarfi. Þessi vinnubrögð eru óþarfi. Það hefði ekki kostað mikinn tíma að hafa samráð, það hefði ekki kostað mikinn tíma að hafa óundirbúinn fyrirspurnatíma. Það kostar okkur hins vegar tíma að þurfa að ræða svona grundvallaratriði í okkar þingstarfi eins og það hvernig við ætlum að vinna hérna saman. Það kostar okkur tíma.

Það kostar okkur líka vinnuþrek. Það kostar okkur virðingu. Þetta var algjör óþarfi og ég hvet virðulegan forseta til að hafa þetta í huga næst.