143. löggjafarþing — 123. fundur,  18. júní 2014.

frestun verkfallsaðgerða Flugvirkjafélags Íslands gegn Icelandair.

616. mál
[15:58]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P) (um fundarstjórn):

Forseti. Það var svolítið merkilegt að hlusta á einn hv. stjórnarþingmann, honum fannst það í lagi að við kæmum hér saman án nokkurs samráðs á þinginu að boði framkvæmdarvaldsins í staðinn fyrir að nýta þetta tækifæri til að hafa nauðsynlegt eftirlit með framkvæmdarvaldinu. Ég var alltaf að bíða eftir því að fundarboð þingflokksformanna bærist en það kom aldrei, það kom bara aldrei.

Ég verð að viðurkenna að mér finnst þetta í hæsta máta óeðlilegt. Ég hef kannski rangt fyrir mér en mér skilst, á þeim umræðum sem hér hafa átt sér stað, að þetta sé ekki alls kostar í samræmi við þingskapalög. Því væri mjög gagnlegt ef hæstv. forseti þingsins mundi svara af hverju ákveðið var að fara þessa leið. (Forseti hringir.) Mér finnst nauðsynlegt að fá að spyrja ráðherra út í ýmis mál sem hér hafa verið að koma upp og við þurfum að fá svör við.